miðvikudagur, desember 27, 2006

Ég vona að það séu allir nágrannar mínir mættir til vinnu því ég er að hlæusta á Aphex Twin á verulegum styrk. Ég er ekki frá því að ég yfirgnæfi bæði bílaþvottamanninn og litla trommuleikarann í næsta húsi með þessum látum.

***

Jólin eru búin að vera ákaflega róleg og góð á þessu heimili. Ég er enn í fríi og verð það eitthvað fram á næsta ár en þá fer ég út aftur og verð eitthvað fram eftir ári. Við vitum ekkert hversu lengi við verðum þarna úti því við erum búnir í því verki sem við vorum fengnir til í haust og erum búnir að vera í ýmsum verkum frá því hitt kláraðist.

sunnudagur, desember 24, 2006

Ég óska öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

mánudagur, desember 18, 2006

Fátt af viti hér.
Til hamingju með afmælið Árni bróðir. Þess ber að geta að ég var líklega fyrstur til að óska þessum eina bróður mínum til hamingju með daginn því þetta var mitt fyrsta verk á eftir hefðbundnum morgunverkum. Hann sendi mér mynd af sér þar sem hann var eldhress og ný vaknaður rétt um klukkan sjö í morgun.

***

Ég kem heim í jólafrí á miðvikudag, þ.e af það verður flogið annars kem ég bara seinna.

laugardagur, desember 02, 2006

Ryksugan á fullu étur alla drullu ralla ralla ralla rara.... við fórum í dag þrjú saman og keyptum tvær ryksugur. Fyrir áttum við eina stóra græna sem við notum þegar við ryksugum ganginn og íbúðina en þær tvær sem við keyptum í dag verða notaðar til að ryksuga fiskabúrið, reyndar eru þær báðar á fullu núna við að taka til eftir fiskana sem kunna augljóslega ekki að taka til eftir sig.

Þetta eru pínulitlir fiskar sem skjótast fram og aftur um veggina í búrinu og sjúga sig fasta við það sem fyrir verður. Það verður fróðlegt að sjá hvort þeir ná að taka til og halda hreinu. Allavega væri það voðalega þægilegt því ekki nennum við að taka til eftir þá.