miðvikudagur, desember 27, 2006

Ég vona að það séu allir nágrannar mínir mættir til vinnu því ég er að hlæusta á Aphex Twin á verulegum styrk. Ég er ekki frá því að ég yfirgnæfi bæði bílaþvottamanninn og litla trommuleikarann í næsta húsi með þessum látum.

***

Jólin eru búin að vera ákaflega róleg og góð á þessu heimili. Ég er enn í fríi og verð það eitthvað fram á næsta ár en þá fer ég út aftur og verð eitthvað fram eftir ári. Við vitum ekkert hversu lengi við verðum þarna úti því við erum búnir í því verki sem við vorum fengnir til í haust og erum búnir að vera í ýmsum verkum frá því hitt kláraðist.