laugardagur, nóvember 11, 2006

Djö ég er búinn að lesa eitthvað smá um þessi prófkjör sem haldin er út um allt land þessa dagana og hef orðið fyrir þónokkrum vonbrigðum því sama gamla liðið fyllir alla lista meira og minna. Ég vildi sjá alla núverandi þingmenn detta út og fá nýja í staðinn. Nema kannski Steingrímur J ég vona að hann verði sem lengst á þingi. Maður sem kallar hálfvita réttu nafni á að vera áfram.

Svo finnst mér að það ætti að hætta með prófkjör og gera landið að einu kjördæmi þar sem kosið væri á netinu. uss

Einhver benti á á netinu um daginn að það væri aðeins einn maður eftir í Bandaríkjunum sem teldi innrásina í Írak skynsamlega. Það er aftur á móti heill stjórnmálaflokkur á Íslandi sem telur það hafa verið rétta ákvörðun að ráðast inn í landið. Hvað veldur því að fylgismenn þessa flokks geta ekki skipt um skoðun? er það afþví það er ekki búið að segja þeim að skipta um skoðun? Þarf einhver að koma og snúa spólunni við fyrir þá svo þeir geti heyrt hvað er hinumegin? Eða hefur enginn leyft þeim að snúa spólunni við?

Allavega held ég að Íhald ætti að kallast Þráhald hér eftir.