Jæja ég komst heim og aftur út. Það er búið að auka öryggiskröfurnar mikið í fluginu hér á milli eftir slysið fyrir hálfum mánuði. Núna ganga flugfreyjurnar á milli og athuga hvort allir séu spenntir í belti og ef þær sjá ekki beltið t.d fyrir ístru eða fötum sem geta legið yfir beltinu þá er maður beðinn að sýna hvort maður sé spenntur.
Flugið gekk eins og í sögu. Það var tekið á loft frá Reykjavík upp úr hádegi í heiðskíru veðri og logni stefnan var tekin yfir Kópavog og Álftanes en síðan beygt aðeins og flogið yfir Helgafell og Kaldársel og þaðan yfir Bláfjöll þar sem stefnan var sett austur með suðurströndinni og yfir Þórsmörk. Ég sat gjörsamlega límdur við gluggann því ég hef ekki séð svona vel út úr flugvél áður.
Eftir lendingu og hemlun var klappað fyrir flugáhöfninni.
<< Home