Í dag komu tveir menn í vinnuna til mín og spurðu eftir mér. Þetta var ekki löggan og ekki tollurinn, heldur voru þeir frá stéttarfélaginu mínu, mér var stórlega létt. Þeir voru mættir til að athuga hvort ég vildi vera í trúnaðarmannaráði félagsins. Ég skil ekkert í þessu því ég er ekki einusinni trúnaðarmaður. Ég tók tilboðinu þeirra en skildi samt lítið hvað felst í þessari setu í ráðinu. Ég skildi að ég ætti að mæta þrisvar til fjórum sinnum á ári á fund og ætti að hafa skoðun á hlutunum. Svo væri gott ef ég hringdi í þá öðru hvoru til að tékka á stöðunni. Ég hef ekki hugmynd um hvaða stöðu en það hlýtur að koma í ljós þegar ég hringi í þá. Vel á minnst ég fékk ekkert símanúmer hjá þeim.
Kannski er þetta tómt rugl.
***
Ég fer til Færeyja á mánudag. Ég hef ekki hugmynd um klukkan hvað ég á að fljúga og enn síður hvenær eða hvar ég lendi því það virðist allur gangur á því í hvaða landi þessar vélar lenda þegar þær eru á leið til Eyjanna.
mmmmm hausasúpa á mánudag.
<< Home