miðvikudagur, ágúst 23, 2006

Á eftir fótboltamönnum eru flugumferðarstjórar sennilega þeir heilsuveilustu á voru landi. Undarlegt hvað þeir virðast ná sér í flestar þær pestir sem ganga. Það er spurning hvort þetta heilsuleysi einskorðast við Íslenska flugumferðarstjóra eða ætli þetta sé alheimsvandi?

Ég vann einusinni með manni sem smitaðist af öllum pestum gegnum útvarp. Það dugði að Gestur Einar segðist vera með kverkaskít og þá var kallinn lagstur líka og byrjaður að ræskja sig.

Ég gæti best trúað að heilsufar flugumferðarstjóra lagaðist mikið ef útvarpið væri bara tekið af þeim.