föstudagur, ágúst 04, 2006

Ég fór mikla svaðilför í dag eftir síðasta merkinu sem mig vantar til að klára ratleikinn. Það er skemmst frá því að segja að eftir mikla leit í miklum bratta, lítilli rigningu og ágætu skapi gafst ég upp fyrir verkinu og hélt heim á leið í þriðja sinn án þess að finna merkið.

Fyrri tvö skiptin hef ég drattast sótbölvandi niður hlíðina og heitið því að reyna ekki aftur við þetta merki því ég er viss um að það er undir einhverjum steininum í hlíðinni en í dag gekk ég blístrandi niður því ég er viss um að það er ekkert merki í hlíðinni. Þetta er sennilega bara lélegt gabb.

****

Hvernig væri nú að einhver fréttastofan fengi nú í gúrkutíðinni framleiðendur vöffludufts til að sýna okkur hvernig á að ná að baka 20 vöfflur úr einum litlum vöfflupakka? Ég næ aldrei nema 10-12 stykkjum út úr þessu og ég náði ekki nema 7 úr bónuspakka sem átti að innihalda 20. fuss