sunnudagur, júní 18, 2006

Ég skil ekki hvað tengdafjölskyldu minni gengur til. Þannig er að ég á frí aðra hverja helgi frá vinnunni í Færeyjum. Þá flýg ég heim á föstudegi og næ tveimur dögum með Frúnni og flýg svo út aftur á mánudegi. Þannig var þetta allavega síðast þegar ég vann þarna úti. Nú ber aftur á móti svo við að síðast þegar ég átti frí pöntuðu tengdaforeldrarnir ferð til útlanda og buðu dóttur sinni með svo henni leiddist ekki meðan ég væri heima, með öðrum orðum ég var einn heima heila helgi og hitti varla Önnu nema rétt á meðan við skiptumst á myndavélum.

Þess vegna var ég orðinn mjög spenntur að koma heim í helgarfrí og hafa Önnu út af fyrir mig. Mágkonan sem ég kalla stundum tengdó sá aftur á móti til þess að ég a) svæfi á vindsæng í stofunni og b) fengi enga athyggli frá Önnu með því að skella sér í reisu til útlanda og skilja frumburðinn eftir í miðju hjónarúminu okkar. Ég sem var orðinn svo spenntur að fá að sofa með mína sæng í mínu rúmi hjá minni konu.... ég verð víst að bíða hálfan mánuð í viðbót.

Ef það verður búið að skipuleggja eitthvað sem heldur henni upptekinni þá helgi líka þá fer ég nú að skilja þetta.............