föstudagur, maí 12, 2006

Ég er loksins búinn að fá flugmiða og þar af leiðandi dagsetningu á ferðina til Færeyja. 22. maí er dagurinn, hádegi er stundin. Við förum bara tveir og verðum sennilega í allt sumar. Ég ætla að reyna að fá nettengingu í húsið sem við verðum með þannig að maður geti fylgst með fréttum og hangið á Msn á kvöldin og ef maður verður gríðarlega hress þá bloggar maður kannski smá, en þetta hangir náttúrulega saman við nettenginguna.

Þetta þýðir að við komumst á Cocorosie tónleikana í næstu viku og í sprautur daginn eftir þá. Það á nefnilega að fara að ná sér í austurlandasprautukokteil svo maður verði klár í Kína þegar þar að kemur.