sunnudagur, apríl 23, 2006

Í gær brunuðum við hjónin í höfuðstaðinn til þess að kaupa fleiri íbúa í fiskabúrið. Það átti að kaupa snigil svo snigillinn sem ég keypti á föstudag yrði ekki einsnigla. Það er skemmst frá því að segja að það var enginn snigill af þeirri gerð sem við vildum til en aftur á móti voru til svartir og bronslitir fiskar sem eiginkonan féll gjörsamlega fyrir. Nú eru því fjórir fiskar í búrinu.

***

Áðan labbaði ég inn í svefnherbergi, þar lá Meinvill í myrkrunum og las Harry potter. Myrkvunargluggatjöldin voru dregin fyrir og glugginn lokaður. Þegar ég kom inn dæsti Anna og sagði mjög þreytulega að það væri brjálað veður úti svo dæsti hún aftur og sagði en samt er allt morandi í einhverjum skrækjandi fuglum úti. Ég hváði og spurði hvort henni þætti ekki notalegt að heyra svona í vorboðanum ljúfa? huh vorboði þetta eru bara skrækir.

***

Ég er farinn að horfa á formúluna.