föstudagur, apríl 14, 2006

Var það kannski bara mér sem fannst eitthvað vandræðalegt við að horfa á Iðnaðarráðherra (sem er í kennaratalinu án þess að vera kennari) reyna að sannfæra fréttamann um að víst kynnu starfsmenn fjármálaeftirlitsins ensku. Ég fékk allavega hroll og ekki skánaði það þegar forstjóri stofnunarinnar tók sig til og romsaði einhverri setningu upp úr sér á ensku eins og hann væri í munnlegu stöðuprófi hjá fréttamanninum.