laugardagur, apríl 01, 2006

Voðalegar hefur innihald Amazon sendinganna til mín breyst að undanförnu. Ég hef pantað alveg jafn mikið og áður en núna eru kassarnir fullir af fræðsluefni um ættleiðingar og Kínverska menningu. Á fimmtudag fékk ég tvær DVD myndir önnur er frá National Geographic og heitir China´s lost girls hin heitir Adopting from China og er um ættleiðingarferlið í Bandaríkjunum.

Ég fékk einn geisladisk með Kínverskum vögguvísum og eina barnabók sem útskýrir á mjög einfaldan hátt hvernig börn eru ættleidd.

þannig ernú það

***

Afrek dagsins er að ég bónaði Golfdrusluna hennar Önnu, í gær smurði ég hann og lét gera við dekkið sem hefur lekið síðustu vikur en ég veit ekki hvað veldur prumpi og freti á 3000 snúningum. Þýska drasl.

***