föstudagur, apríl 14, 2006

Ég hef smitast af eiginkonunni og er búinn að stofna nýja síðu. Sú síða heitir skakki skoðar heiminn og er ætlað að halda utan um þær síður sem ég rekst á um Kína og ferðir þangað. Slóðin á síðuna er komin hér til hliðar.

***
Einu gleymdi ég í gær þegar ég hélt reiðilestur yfir ónýtri framleiðslu á Íslandi. Ég henti nefnilega um daginn ónýtu uppþvottavélaefni og gljáa sem gerðu í sameiningu öll glös á heimilinu skellótt og einhvervegin eins og það væri olíubrák á þeim. Samt var maður ekkert varaður við áður en maður keypti þetta ónýta drasl á allt of háu verði.

***

Ég er enn hálf slappur og ég nokkurhundruð milligrömm af ibufen á dag til að drepast ekki úr hálsbólgu. Þetta er nefnilega asnalegasta pest sem ég hef fengið, hún byrjaði sem gubbupest þróaðist yfir í kvef og hita en er núna orðin að hálsbólgu og eiginlega engum hita.

***

Ætli það sé alveg bannað að gera Íslenska auglýsingu tengda tannvernd? eða eru Íslendingar með svo ljótar tennur að það er ekki hægt að nota þá til að auglýsa neitt sem tengist tannhirðu.

Eru kannski margir aðrir vöruflokkar auglýstir þannig að tal og munnhreyfingar passa enganvegin saman?