Ég hef loksins fundið mér eitthvað við að vera um páskana, ég ætla að ná úr mér flensunni sem ég er búinn að vera með síðan í fyrrakvöld. Ég brunaði út í búð eftir morgunmat klukkan ellefu um kvöldið og fann þá fyrir lítilsháttar slappleika en tengdi það ekki við neina flensu, svo lagðist ég upp í rúm og hélt ég væri að fara að sofa en svo var aldeilis ekki ég lá með vont í maganum þar til klukkan þrjú þegar ég loksins drattaðist fram og skilaði kvöldmatnum. Ég sofnaði ekki almennilega fyrr en klukkan átta morguninn eftir og svaf meira og minna allan daginn.
Ég er búinn að vera hressari í dag og hef geta gert eitthvað fleira en að liggja uppi í rúmi og vorkenna sjálfum mér.
***
Ég fór á þrjá plötumarkaði um síðustu helgi. Ég var að leita að The last emperor eða síðasta keisaranum eins og hún var víst kölluð hér um árið. Það er skemmst frá því að segja að ég fann hana ekki en aftur á móti fann ég sjö eða átta aðrar myndir sem verða bara að duga, þar af eru tvær kínverskar spennumyndir.
Það merkilega við þessar þrjár ferðir er að ég kom ekki með einn einasta hljómdisk út, þannig að ekki þarf ég að pakka fleiri diskum niður í geymslu í bili.
***
Framkvæmdastjórinn í fyrirtækinu sem ég vinn hjá pikkaði í mig í síðustu viku og spurði hvort ég væri á leið til Færeyja, ég þóttist koma af fjöllum sem ég var ekki alveg því ég hafði heyrt smá ávæning af því að það ætti jafnvel að senda mig í smá vinnu þar, hann sagði mér að drífa mig í að fá svör því þetta væri að bresta á. Ég spurði verkstjórann og yfirmann tæknideildar en fékk ekkert öruggt svar. Ég hlýt að frétta af þessu einhverntíman eftir páska því það á að fara í byrjun maí.
Ef ég fer þá hefur það bæði stóran kost og stóra galla. Svona vinnuferð þýðir rúmlega tvöföldun tekna og þar er kosturinn kominn. Gallarnir eru að það er að koma sumar og ég er ekki viss um að maður tími að eyða öllu sumrinu og öllu veiðitímabilinu fastur í vinnu í útlöndum ég tala nú ekki um að það er búiðað bjóða mér til Svíþjóðar í byrjun júní og við eigum pantaðan sumarbústað um miðjan júlí.
<< Home