miðvikudagur, apríl 05, 2006

Ef það er ekki að vera í mótsögn við sjálfan sig að óska eftir fleiri byggingalóðum í annari setningunni en berjast gegn þeim í hinni. Þetta gerði sjónvarpsmaðurinn og frambjóðandinn Gísli Marteinn áðan.

Sjallarnir hafa keyrt mikið á lóðaskorti R listans á undanförnum vikum, nú ætlar R listinn að deila út 300 lóðum hingað og þangað um borgina og þá rísa Sjallarnir upp og mótmæla auknum lóðaúthlutunum. Skilur maður svona fólk?

***

Ég átti afmæli í gær. Anna gaf mér kórónu, kodda og bók. Nokkrir bönkuðu upp á og þáðu að launum vöfflur og klístraðan döðlubúðing með heitri karamellusósu og þeyttum rjóma. Þessu var skolað niður með peffsíi, riddara sívertsen kaffi (sem er best) og vatni.

***

Bráðum koma páskar, í fyrsta sinn í mörg ár veit ég ekki hvað skal gera í fríinu. Við erum ekki á leið úr landi og ekki í neinn suarbústað. Ætli maður fari ekki bara á fyllerí og verði röflandi leiðinlegur, svo gæti maður byrjað að reykja aftur............... ætli það,,