sunnudagur, maí 14, 2006

XD= Kjósum Drykkjusjúka eða þannig.

Eyþór Arnalds er alveg að meika það á sama hátt og Sigurður Kári gerði á sínum tíma, tekinn fullur á bíl.

Exbé eru teknir í rassgatið þar sem þeir lögðu ólöglega í stæði fyrir fatlaða.

Þetta eru þeir sem eiga að sjá um skipulagsmálin.

Ætli exbé óski ekki eftir að merki sem heimila fólki að leggja í stæði fyrir fatlaða verði sett á markað svo þeir verði ekki nappaðir aftur og ætli Sjallarnir í Árborg berjist ekki gegn því að ljósastaurar verði settir upp á Hellisheiði, Eyþór keyrði jú á staur. Það gefur því auga leið að bölvaðir ljósastaurarnir eru stór hættulegir.

***

Ég skokkaði á Helgafell í gærmorgun, frá því ég lagði af stað og þar til ég stóð á toppnum liðu 34 mínútur. Gps tækið sagði að ég hefði verið 32 mínútur á hreyfingu þannig að ég hef stoppað tvær mínútur þegar ég fékk mér vatn og þegar ég fór úr peysunni.

***

Eftir hádegið fórum við til Þorlákshafnar eða Þorláksvíkur eins og lánlausi glæpamaðurinn sagði. Við tókum þar hús á tilvonandi ferðafélögum okkar. Það er skemmst frá því að segja að eftir því sem við hittum þau oftar kann ég betur við þau. Við fengum grillaða hamborgara hjá þeim og marga lítra af kaffi, Anna skellti sér í pottinn með börnunum meðan ég reyndi að ná sem mestu kaffi og kjaftasögum í stofunni.

Dagurinn endaði svo á bíltúr um suðurnesin þar sem byggingasvæði næstu sveitarfélaga voru skoðuð bak og fyrir.......