Í gær labbaði ég 11 kílómetra úti í hrauni í nýju skónum, þegar eg var búinn að labba 7 km þá rakst ég á þennan yrðling. Rétt eftir að ég kom auga á hann heyrði ég rosalegt öskur og svo gelt við hliðina á mér ég leit við og sá þá tófu skjótast í burtu ca. 20 metra frá mér. Þetta gerðist svo snöggt að þó ég hefði haldið á myndavélinni þá hefði ég ekki náð mynd af henni. Yrðlingurinn var aftur á móti soldið forvitinn og labbaði kringum mig í stórum boga en þó aldrei nógu nálægt til að ég næði mjög góðri mynd af honum.
<< Home