mánudagur, ágúst 07, 2006

Nú verður röflað.

Ég geri ekki neinar svakalegar kröfur um að blaðamenn séu staðkunnugir þeim stöðum sem þeir skrifa um. Þetta samt aðeins of mikill kjánaskapur: Brúin yfir Kárahnjúka opin. Sá eða sú hjá Mbl.is sem skrifaði þessa fyrirsögn hefur annaðhvort ekki komið á virkjunasvæðið við Kárahnjúka eða heldur kannski í einfeldni sinni að flest fjöll á íslandi séu brúuð.

***

Eftir samtal sem ég átti við gríðarlegan byssubrjálæðing í gærkvöld hef ég komist að því að þeir sem vilja skjóta úr riffli þurfa ekki að fara með lúðurinn sinn á útivistarsvæði Hafnfirðinga til að svala fýsnum sínum. Þeir geta einfaldlega skráð sig í skotdeild Keflavíkur og farið á æfingasvæðið þeirra við Hafnaveg. Það kostar 7000 kr á ári og svo kostar 1000 kr að fá lykil. Rifflisvæði með bakstoppi og allt....

***

Í fyrrakvöld hét ég Igor, það er mun skárra en þegar ég fyrir tíu árum hét: hákú, huka hjuka og eitthvað fleira. Við vorum nefnilega í mat með mafíósafjölskylduni og þau gátu ómögulega borið nafnið mitt fram.