sunnudagur, ágúst 27, 2006

Ég horfði á Jóhannes í Bónus í imbannum í kvöld, ég held að hann ætti að fá sinn eigin sjónvarpsþátt. Ekki hefði ég viljað eiga neitt inni hjá honum svo mikið er víst. Forkólfar x-d fengu heldur betur á baukinn hjá honum og starfsmenn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra fengu líka á baukana. Ég bíð spenntur eftir framhaldinu eftir viku.


***

Ég er búinn að bæta nokkrum myndum inn í albúmið mitt. Þær má nálgast hér.