föstudagur, september 08, 2006

Í gær fórum við í Bíó í fyrsta sinn í eitt og hálft ár. Okkur var boðið á galaforsýningu á myndinni þetta er ekkert mál, en hún fjallar eins og nafnið gefur til kynna um stutta ævi Jóns Páls Sigmarssonar. Myndin var mjög skemmtileg og ekki skemmdi fyrir að herra Ólafur Ragnar Grímsson sat rétt fyrir framan okkur. Hér eftir ætla ég ekki í Bíó nema forsetinn komi með.

****

Enn eina ferðina er mig farið að lengja eftir sendingu frá Amazon. Það virðist vera að eftir því sem Amazon er fljótari að setja í pakkann þá er pósturinn þeimmun lengur að senda pakkaræfilinn.

Kannski er þetta eins og með vegabréfin, þar sem ríkið heldur að það jafni aðstöðumun höfuðborgar og landsbyggðar að stinga draslinu ofan í skúffu í tíu daga svo enginn fái skilríkin sín á undan öðrum. Nú bíður kassinn kannski inni í búri hjá tollinum eftir að tíminn sé komi.