laugardagur, október 28, 2006

Hér er náttúrulega ekkert að gerast þannig að nún verður skifað um veðrið.... Síðan við komum hingað þann 25. sept hefur verið einn heill þurr dagur. nei andsk....

***

Það er soldið merkilegt að vera staddur hér í Færeyjum þessa dagana því Færeyingar eru núna að koma út úr skápnum. Þetta gengur ekki andskotalaust fyrir sig hjá þeim og hefur gengið svo langt að frægasti homminn hér, 26 ára tónlistarmaður (hvað annað) hefur verið lagður inn á geðdeild eftir að fjórir menn veittust að honum inni á skemmtistað. Starfsmönnum staðarins tókst að koma mönnunum út og loka staðnum en þá tók ekki mikið betra við því 40 manns söfnuðust saman fyrir utan staðinn og ætluðu sér að berja samkynhneigðina úr honum. Þetta dugði ekki til því eftir að hann slapp heim byrjuðu menn að hringja heim til hans og hóta honum lífláti.

Þætti fólki alveg í gúddí ef ég segði ykkur að á torginu fyrir framan samkomu húsið hér í bæ væri búið að hlaða bálköst til að brenna norn á. Það er aldrei að vita nema ein finnist svo kveikja megi eld..... 2007 er alveg að koma