laugardagur, nóvember 11, 2006

Ég keypti nýja diskinn með Damien Rice áður en ég fór út. Eftir tæplega viku hlustun er ég búinn að komast að því að þetta er hinn besti diskur, Lisa Hanningan er með honum á þessum diski eins og þeim gamla. Ég skil ekki afhverju hún er ekki orðin mega ofur súperstjarna því hún er með svo flotta rödd. Mæli með þessu. Þrír vasaklútar á hann


***

Ég fattaði í morgun þegar ég tók vinnugallana okkar út úr þurrkaranum í vinnunni að mig langar í þurrkara. já já ég veit að þetta eru ellimerki en hvað með það þegar ég er hvort eð er orðinn gráhærður. Þannig að þurrkari gæti vakið manni gleði í nokkra daga.

***

Þeir sem hafa gaman af ferðasögum geta lesið eina slíka hér.