fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Nú er hætt að rigna og byrjað að snjóa í staðinn. Það verður fróðlegt að vita hvort við komumst upp brekkuna upp að dekkjaverkstæðinu í fyrramálið á sumardekkjunum. Við ætlum að fá pikadekk(færeyska) undir í staðinn fyrir sumardekkin.

***

Til hamingju með dótturina Árni og María og með litlu systur Andrea.
Ég kíki á ykkur um helgina.

***

Ég grét söltum(eða beiskum) tárum yfir að fá ekki að fara á jólahlaðborð þetta árið. Nú er búið að þerra þau og snýta sér og ég fer á allavega tvö plús villibráðrhlaðborðið sem við fórum á síðast þegar ég var heima. Á morgun fer ég með vinnunni á eitt og eftir viku förum við á eitt í boði færeyska vinnuveitandans. Það er eitthvað svaka flott sem stendur yfir í marga marga klukkutíma.

Fyrst er mæting og fordrykkur svo er hlaðborð og einhver skemmtiatriði svo er skálað af og til fram eftir nóttu og þeir sem eru nógu liðugir dansa frá sér allt vit. Þegar langt er liðið á nótt og allir orðnir þræl slompaðir er riggað upp öðru veisluborði, nú með Færeyskum mat. Þar verður skerpi og rastað kjöt, harðfiskur, hvalspik grind og súpa og eitthvað fleira skrýtið sem fólk getur gúffað í sig fyrir háttinn.

Við ætlum að sofa út daginn eftir.


Það verður ekki frá Færeyingunum tekið að þeir eru gestrisnir.