sunnudagur, júní 17, 2007

well well ég hef ekki nennt að setja neitt hér inn lengi þar sem ég nenni ekki að nota borðtölvuna og það er frekar leiðinlegt að pikka inn á fartölvuna.

Í dag fór ég við þriðja mann í göngu um Leggjabrjótsleið, milli Þingvalla og Hvalfjarðar. Það var mjög gaman þrátt fyrir lítið myndatökuveður. Fyrir viku fór ég í veiði vestur á firði og fyrir hálfum mánuði skruppum við í sumarbústað austur í Brekkuskóg. Á miðvikudag flýg ég svo til Færeyja og verð þar í viku eða hálfan mánuð.


Þetta er tekið á Reykjafjarðarhálsi milli klukkan átta og níu að morgni.
Þessi fugl er með bíladellu, mynd tekin í Brekkuskógi.
Anna stiklar vað á Konungsvegi.
Bíaladellufuglinn aftur.
Goggi og Grétar í fyrsta stoppi á Leggajbrjótsleið.

föstudagur, júní 01, 2007

Í morgun afhentum við gömlu íbúðina og gengum frá síðustu pappírunum vegna sölunnar. Það var soldið undarleg tilfinning að láta lyklana af hendi til einhvers manns sem maður þekkir ekki neitt og ganga svo í síðasta sinn út og láta ókunnuga manninn um að læsa íbúðinni.

***

Á morgun er tiltekt á lóðinni hér fyrir utan og svo er smá sveitaferð þegar því er lokið.