Jæja þá er fríið brátt á enda. Ef einhver efast um snilli mína við að velja réttu frídagana þá má sá hinn sami skoða hvernig veðrið hefur verið frá föstudeginum 10. júlí til dagsins í dag. Það kom einn rigningardagur meðan ég var í fríi og þá rigndi svo lítið að gatan blotnaði varla. Núna aftur á móti er byrjað að rigna nokkuð hressilega og því kominn tími til að skella sér aftur í vinnuna.
Skakkarlappir
Brátt kemur sólin
miðvikudagur, ágúst 05, 2009
þriðjudagur, ágúst 04, 2009


Við Goggi löbbuðum á Hlöðufell í gær. Veðrið var ágætt svona mestan hluta leiðarinnar en þó rigndi á okkur í nokkrar mínútur þegar við vorum að skríða upp úr mesta brattanum. Við vorum rétt um tvo tíma upp og einn niður, fjallið er mjög bratt og víða laust í sér í mesta brattanum en vel þess virði að skella sér þarna upp.
sunnudagur, ágúst 02, 2009
laugardagur, ágúst 01, 2009

Hvað er að liðinu sem heldur visir.is úti? Um daginn spáði einhver kerlingaráft jarðskjálfta í Krýsuvík upp á 8 á Richterskala. 8 er mjög mikill skjálfti og samkvæmt einhverri þumalputtareglu sem ég sá einhversstaðar á námskeiði fyrir mörgum árum, þá jafnar svoleiðis skjálfti flestar byggingar við jörðu. Skjálftinn í Kína í fyrra var upp á 7,9 og hann jafnaði allt að 80% bygginga við jörðu næst upptökunum og tugir þúsunda létust í honum. Í gær varð svo skjálfti upp á rúmlega 3 á Krýsuvíkursvæðinu, þá hringja blaðamennirnir í kelluna og segja henni að það hafi orðið skjálfti á svæðinu, reyndar bara upp á 3 (sem er nokkuð mörgum þúsundum minna en 8) og spyrjahvort þetta sé sá skjálfti sem hún hafði spáð...... dödöööö hvað næst? Ef hún spáir syndaflóði í Skaftafellssýslum á þá að hringja í hana í næstu rigningu og spyrja hvort þetta sé flóðið sem hún spáði?
Væri ekki nær fyrir þetta lið að einbeita sér að því sem er fréttir en láta það sem er kjaftæði eiga sig?