well well ég hef ekki nennt að setja neitt hér inn lengi þar sem ég nenni ekki að nota borðtölvuna og það er frekar leiðinlegt að pikka inn á fartölvuna.
Í dag fór ég við þriðja mann í göngu um Leggjabrjótsleið, milli Þingvalla og Hvalfjarðar. Það var mjög gaman þrátt fyrir lítið myndatökuveður. Fyrir viku fór ég í veiði vestur á firði og fyrir hálfum mánuði skruppum við í sumarbústað austur í Brekkuskóg. Á miðvikudag flýg ég svo til Færeyja og verð þar í viku eða hálfan mánuð.
Þetta er tekið á Reykjafjarðarhálsi milli klukkan átta og níu að morgni.
Þessi fugl er með bíladellu, mynd tekin í Brekkuskógi.
Anna stiklar vað á Konungsvegi.
Bíaladellufuglinn aftur.
Goggi og Grétar í fyrsta stoppi á Leggajbrjótsleið.