Ég vaknaði í morgun með bros á vör og dreif ungann niður í morgunmat. Þegar hún var kominn með matinn sinn, gekk ég að útvarpinu til að ná tíðindum dagsins. Þegar ég var búinn að kveikja á því leit ég út um gluggann til að kanna hvort það væri eitthvað snjóþotufæri. Það sem blasti við mér var vissulega snjór en líka hundur nágrannans að míga utan í framdekkið á bílnum mínum. Ég sá að það kom eitthvað fát á stelpuna sem á hann því hún öskraði á hundinn að drífa sig inn. Ég var ekki nóg snöggur að stökkva út og hreyta ónotum í hana.
Þá kemur að því. Afhverju er hundhelvítið ekki í bandi þannig að það sé einfaldlega hægt að stjórna hvar hann mígur eða bara að þjálfa hann upp í að míga á bílana sem þau eiga sjálf?
Ég ætla að hafa sambandi við þau í dag og tilkynna þeim um einhliða samning sem ég ætla að gera við þau, þetta þýðir einfaldlega að annaðhvort gera þau eins og ég vil eða ég hef samband við hundaeftirlitsmann. Samaningurinn gæti hljóðað svona: Samkvæmt samningi þessum heiti ég því að pissa ekki á ykkar bíla og hvorki þið né hundurinn ykkar pissar á mína.
Brot á samningi þessum verða kærð til heilbrigðiseftirlitsins.
Eða eitthvað svoleiðis. Það liggur svaka sekt við því að pissa á almannafæri ef maður er mennskur þ.e ef um hund eða kött er að ræða þá má svoleiðis míga og skíta hvar og hvenær sem er án þess að kvikindið sé krafið um 5000 kall og fær stimpil í kladdann.
<< Home