sunnudagur, janúar 27, 2008

Í haust fór ég á útsölu og keypt nýja borðtölvu. Sú gamla var orðin þreytt og hægvirk þannig að það var annaðhvort að ráðast í miklar beturumbætur á gömlu vélinni eða bara kaupa nýja. Seinni kosturinn varð ofan á. Þegar ég kom í búðina voru allar vélarnar seldar nema sýningarvélin sem stóð frammi í búð, sölumaðurinn bauð mér að fá hana annars var allt búið, ég þáði það og fór nokkuð ánægður heim en ekkert alsæll. Tölvan var svona skítsæmileg og ekkert meira en það, um daginn þurfti ég svo eitthvað að nota geisladrifið í henni en þá virkaði það ekki þannig að ég brunaði með tölvuna í viðgerð. Ég hélt að það yrði bara skipt um geisladrif og þar með væri allt klárt, svo var ekki. Þegar gripurinn hafði verið nokkra daga í viðgerð hringdi einhver starfsmaður af verkstæðinu í mig og spurði hvað ég vildi geyma af gögnum úr tölvunni, ég svaraði um hæl að ég vildi geyma allt og spurði svo afhverju hann þyrfti að vista gögnin þegar geisladrifið væri bilað. Þá hafði komið í ljós að móðurborðið var ónýtt.

Eftir nokkur símtöl og talsverða bið var tölvan loksins tilbúin og ég fór heim með hana og stakk í samband. Þegar ég ætlaði að vitja gagnanna sem þeir höfðu geymt fyrir mig kom í ljós að þeir höfðu geymt draslið hennar Önnu en mitt finn ég hvergi en aftur á móti áskotnaðist mér myndaalbúmið hennar Siggu sem er sennilega sextán ára og hún og vinkonur hennar byrjuðu greinilega að drekka áfengi í sumar því myndirnar eru þannig. Ég vona að Sigga sé ánægð með það sem hún fékk úr minni tölvu því þar voru myndir af Natalíu Yun og sitthvað fleira sem ég get ekki ímyndað mér að saxtán ára stelpa hafi áhuga á.


Eitt lærði ég á þessu, þegar maður kaupir sér vírusvörn eða önnur forrit á netinu án þess að fá uppsetningardisk þá er rosa sniðugt að kaupa sér pakka sem inniheldur heimild til að hlaða öllu forritinu niður í eitt ár eftir að það er keypt. Ég gerði það þegar ég keypti víruvörn fyrir réttum mánuði, þetta kostaði 8$ minnir mig og kom sér vel þegar ég fékk tölvuna til baka því forritið hafði týnst úr vélinni..