sunnudagur, janúar 06, 2008

Jæja ég bætti um betur í morgun og gekk á Helgafell á 37 mínútum í stað klukkutíma sem það tók um jólin. Ég á þó enn langt í land með að ná sumartímanum sem var 28 mínútur á þess að blása úr nös.

Þess ber að geta að síðasta brekka sem ég gekk upp áður en ég gekk á Helgafell milli jóla og nýárs var hluti af Kínamúrnum í lok ágúst.

Ég strengdi ekkert áramótaheit en er að spá í að reyna að vera duglegur að koma mér í form þannig að maður geti bætt einhverjum fjöllum í ferilskrána á árinu.