sunnudagur, september 16, 2007

Ég er búinn að bæta tengli fyrir síðuna hennar Natalíu hér til hliðar. Það gengur bara nokkuð vel með hana hér heima. Hún orðar flestan mat sem við berum á borð fyrir hana, í gær var það kjúlli en kjötsúpa í kvöld. Spurning um að halda bara áfram með kjötsúpuna á morgun.

Við förum með hana til læknis á morgun til að láta lesa af berklaprófinu sem var gert á föstudag og til að skila einu sýni inn til rannsóknar. Spurning hvernig hún bregst við þegar við komum inn á spítalann því heimsóknin á föstudag var síður en svo gleðileg. Gestur barnalæknir tók á móti henni og fór hörðum höndum um ungann sem var skít logandi hrædd við kallinn, en vinkaði honum þó þegar við kvöddum.

Á morgun ætlum við líka að skrá hana í þjóðskrá og sækja um kennitölu. Þannig að það verður smá rúntur hjá okkur.