Ég ætlaði að vera búinn að setja inn myndir og nafn hérna en sökum þess hvað dagskráin er stíf og lítið kríli bíður ekki alltaf rólegt meðan maður sendir ættingjum og vinum línu, þá hefur ekki unnist tími til að sinna þeim verkum. Fyrir þá sem ekki vita, þá heitir stúlkan Natalía Yun Hauksdóttir. Við erum bara búin að nefna hana enda er hún ekki komin heim ennþá. Við erum búin að spyrja hina og þessa Kínverja hvernig nafnið hennar er borðið fram, það er borið fram nokkurnvegin svona Uín með lítilli áherslu á U, en þeir eru alls ekki sammála um hvað það þýðir þannig að ég sleppi að setja það inn hér.
***
Við fórum í Gula trönuturninn í dag og skoðuðum hann og útsýnið úr honum. Það var mjög gaman.
Þessi er af flísalögðum vegg í Gula Trönuturninum í Wuhan. Ég er að spá í að fá mér svona flísar á baðið.
Þetta er bjölluturn við hliðina á þeim gula.
þarna eru lappirnar í kross af gleði yfir að hafa fengið ís eins og hinir.
Þetta er fyrsta mublan sem við kaupum handa Natalíu og hún fær að nota, allt hitt er heima. Þetta er trékollur með á málaðari mynd af vatnsmelónu en það er eitt það besta sem hún fær að borða.
Á morgun fer annaðhvort ég eða Anna með rútu til Wuxue, en það er borgin sem stelpurnar fundust á og koma frá. það verður örugglega 10 tíma ferðalag þar sem farið verður með hópinn á staðina sem stelpurnar fundust á og barnaheimilið skoðað.
Það var reyndar engin stelpnanna á barnaheimilinu og er það vel því það eru mannskemmandi staðir. Þær voru allar hjá fósturfjölskyldum sem höfðu þær í fóstri og það sést greinilega á þroska þeirra að þær hafa fengið gott atlæti og þá örvun sem lítil börn þurfa.
<< Home