Stóri dagurinn er á morgun. Þegar þetta er skrifað eru tæpir tólf tímar í að við fáum stelpurnar í fangið. Við komum inn á hótel hér í Wuhan klukkan átta í kvöld en, við fórum beint úr loftkældu rútunni inn á loftkælda hótelið. Þegar við vorum búin að koma okkur fyrir á herberginu og borða, fórum við út að athuga hvort við gætum fundið verslun til að kaupa vatn. Það er skemmst frá því að segja að það er ekki skrítið þó þessi borg sé kölluð ofninn því rakinn drap okkur næstum þegar við gengum út úr húsinu. Við setjum inn MYNDIR þegar við komum til baka af skrifstofunni. Ég veit ekki hvað þetta ferli á morgun tekur langan tíma þannig að fólk ætti nú ekki að halda sér vakandi til að bíða eftir myndunum. Vonandi verðum við komin til baka og búin að setja inn myndir og nafn þegar þið vaknið.
p.s. það fór mun betur um okkur í Air China vélinni í dag en í stóru SAS vélinni fyrir viku.
<< Home