sunnudagur, júlí 01, 2007

Fyrir nokkrum árum á þessum tíma árs heyrði ég auglýsingu í útvarpinu sem hljómaði svona "lífgaðu upp á svartasta skammdegið með undirfötum frá okkur". Mér fannst þetta ansi skemmtileg mistök sem skrifast sennilega á að verslunin hefur pantað birtingu á auglýsingu en ekki athugað hvaða auglýsingu þeir hafa sent frá sér.

Í gær sá ég svo enn bjánalegri auglýsingu á netinu þegar ég lét mig dreyma um að komast í sumarfrí til útlanda. Hún var svona " Taktu á móti vorinu í Madrid. Spennandi ferðir í haust." jebb þetta er í sömu línunni á heimasíðu Úrvals útsýnar.