sunnudagur, maí 13, 2007

Ef einhver hefur áhuga á að kynna sér Afríska framúrstefnutónlist þá er hlekkur hér inn á heimasíðu Konono N°1 frá Kongó og hér og hér má hlusta á tóndæmi.

***

Rosalega verður gott þegar alþingismenn fara loksins í sumarfrí og vonandi taka þeir þingfréttamennina með sér. Ég stóð á austurvelli í gær og virti alþingishúsið fyrir mér, eða svona það sem er sýnilegt af því. Það er verðið að skvera það eitthvað til og þessvegna er búið að reisa háa bárujárnsgirðingu kringum húsið, ofan á þessari girðingu eru svo tvær raðir af gaddavír. Ég hélt að notkun gaddavírs innanbæjar væri bönnuð.

Svo er spurning hvort þessi gaddavír hafi verið settur til að halda stjórninni inni eða stjórnarandstöðunni úti?