sunnudagur, maí 06, 2007

Ég fór út í hraun að labba í hádeginu. Það er frekar langt síðan ég labbaði eitthvað þannig að þetta var sérlega gaman. Að sjálfsögðu var myndavélin með í för þannig að festa mætti vorið á mynd.



Ef myndin prentast vel þá má sjá slóð sem hlykkjast þarna í hrauninu, þetta er gömul þjóðleið sem ber hið skemmtilega heiti, Alfaraleið og liggur milli Innnesja og Suðurnesja (Reykjavíkur og Keflavíkur). Leiðin er vel mörkuð í landið eftir aldalanga notkun. Ég gekk þvert á hana þannig að það koma ekki fleiri myndir af henni.