þriðjudagur, mars 06, 2007

Ég er kominn heim úr útlegðinni í bili. Við vorum búnir með öll verkefni sem okkur hafði verið úthlutað þannig að það var ekkert annað að gera en að skrönglast út á völl og fljúga heim.

Þetta er búinn að vera ágætist tími þarna úti enda góður félagsskapur og indælt fólk sem við höfum umgengist þarna. Ég þarf væntanlega að fara út aftur öðruhvoru megin við páskana og vinna eitthvað smá. En svo ætti þetta að vera búið, allavega fyrir mig.

***

Á morgun setjum við stafina okkar á blað til að ganga frá kaupunum á nýju íbúðinni. Þá eru líka bara 85 dagar þangað til við fáum afhent og eigum að afhenda okkar.