Það er búið að bóka flug fyrir okkur til Kína. Við förum gegnum Stokkhólm en ekki Köben, þannig að það verður enginn bjór í Nýhöfn að þessu sinni. Við erum að farast úr spenningi yfir þessu öllu og nú teljum við niður á hverjum morgni þegar við vöknum.
Ég hef tvisvar komið til svíþjóðar og leiddist í bæði skiptin, þó heldur meira í seinna skiptið en það fyrra því þá var ég byrjaður að drekka bjór og langaði í einn slíkan þegar við stigum á land í Malmö í 28°C. Við vorum búin að stenka okkur með reglulegu millibili á Strikinu og í Nýhöfn og ætluðum að halda uppteknum hætti í Svíþjóð en gátum ekki því það var bannað að selja bjór úti á götu. Við máttum því fara inn á veitingastað og ofan í kjallara þar sem einhver rétti okkur norskan bjór sem við drukkum nánast undir borðinu svo enginn sæi til okkar. Eftir að hafa labbað um malmö í 45 mínútur var okkur farið að leiðast svo mikið að við forðuðum okkur aftur yfir sundið til Köben.
Ég vona að það sé skemmtilegra að ganga um Stokkhólm.
<< Home