miðvikudagur, júlí 04, 2007

Nú ætti ég samkvæmt öllu að vera með fjörfisk í augnlokinu og á fleiri stöðum eins og ég verð gjarnan þegar ég verð stessaður. Svo er þó ekki og mesta furða í rauninni hvað ég er rólegur miðað við að við eigum von á að fá pappíra frá Kína á næstu dögum. Anna er reyndar soldið örari en ég þessa dagana en það hlýtur að víxlast áður maður veit af. Ég ákvað að bíða með að plana frí þangað til maður veit eitthvað hvað er í vændum. Mig langar reyndar svo mikið að skella mér í frí að ég er að drepast. Þegar ég millilenti á Kastrup á föstudag var ég næstum stunginn af niður í bæ til að fá mér bjór og pulsu og spássera um í blíðunni.

***

Ég eyddi deginum í Hellisheiðarvirkjun, ég er sannfærður um að sá óskapnaður er verk djöfulsins því bæði er þetta eitt ljótasta mannvirki landsins og svo voru stöðugar þrumur og eldingar allan tíman meðan við vorum á staðnum, sem hlýtur að benda til að sá rauði hefur eitthvað með þetta að gera.