laugardagur, júlí 21, 2007

Nú er allt á fullum swing við að gera klárt fyrir komu Yun. Nú á að klára allt það litla sem var skilið eftir þegar við fluttum inn, m.a setja ljós í ganginn , hlið fyrir stigann, laga bilaða fataskápinn, skipta um stormjárn og fleira sem maður var næstum hættur að taka eftir.

Svo þarf að mála eitthvað pínulítið í barnaherberginu og gera það soldið stelpulegt. Við þorðum ekki að mála fyrr en við vissum hvoru kyninu okkur væri úthlutað. Það hefði verið fúlt að vera búinn að mála allt bleikt og gera eins og prinsessuhöll og þurfa svo að byrja aftur og gera blátt og strákhelt.