þriðjudagur, ágúst 28, 2007


Við erum komin til kína eftir langt ferðalag. Við náðum lítið að sofa á leiðinni því það fór ekki alveg nógu vel um mann í sætinu. Hótelið er mjög flott og herbergið er ca 50 m2 þar af er rúmið ca6 fermetrar. Það eru risastór gatnamót við gluggann á herberginu og risastór sjónvarpsturn líka. ég reyni að setja inn mynd sem ég tók út um gluggann.

Annars er hitinn bærilegur hér en rakinn frekar mikill. Eftir nokkra klukkutíma leggjum við að stað á kínamúrinn, við sáum hann úr flugvélinni í gær þar sem hann hlykkjaðist um fjallstoppana hér rétt utan við borgina.

Við erum búin að prófa að borða á kínverskum veitingastað, við fengum mjög góðan mat eftir ævintýralegar bendingar á matseðilinn sem samstóð af táknum og myndum.

Núna er sólin að koma upp í Peking, klukkan er 5:30 að morgni og ég er búinn að vera vakandi síðan 3:30. Mengunarskýið er ekki lagst yfir þannig að ég sé að útsýnir héðan af herberginu er gott. Í gær var mjög lélegt skyggni.