sunnudagur, september 09, 2007

Þessi mynd er tekin fyrir utan barnaheimilið sem stelpurnar komu frá. Þær voru reyndar hjá fósturfjölskyldum en þetta er stofnunin sem hefur umsjón með munaðarleysingjum í Wuxue.

Þetta er spítalinn sem Natalía Yun fannst fyrir utan þann 24.3.2006.
Henni hafði verið komið fyrir í körfu eða einhverju slíku bakvið þetta skilti sem ég stend við þarna.

Hér er bakhliðin á því, það er ekki alve víst að það hafi verið á nákvæmlega þessum stað en forstöðukona heimilisins hélt að þetta væri staðurinn. Það eru tvær stelpur í hópnum sem fundust þarna á þessum bletti.
Hér er svo Natalía Yun í dýragarðinum í Wuhan að borða ís sem mamma hennar átti að fá en tapaði hendurnar á þessu smávaxna matargati.


Það er rosa fjör hjá okkur á morgnanna, því skvísan vaknar hlæjandi og gleðin minnkar ekki við að fara í morgunmat því þá byrjar hún að syngja og tralla af gleði og vinkar þjónustufólkinu eða nikkar til þess, sem gerir það af verkum að við fáum enn betri þjónustu því þau eru alltaf að koma til að sjá hver það er sem skemmtir sér svona konunglega. Meira að segja kokkarnir hafa troðið sér fram til að sjá fjörið.