þriðjudagur, janúar 22, 2008

Ég fékk óvenju skemmtilegan tölvupóst í morgun. Hann var frá happdrættinu, þar var mér tilkynnt að ég hefði unnið og ég var spurður hvar ætti að leggja inn. Ég er svo slappur happdrættisspilari að ég man ekki númer hvað miðinn minn er þannig að ég gat ekki flett vinningnum upp á netinu þannig að ég varð að hringja og spyrja hversu ríkur ég væri orðinn.

Ég ætla nú ekki að leggjast í neitt bruðl eða svoleiðis þrátt fyrir skjótfenginn gróða en ég reikna þó með að spila frítt þetta árið.