fimmtudagur, febrúar 07, 2008

Hér var dagurinn tekinn snemma og brunað út með snjósköfuna til að lemja mestu klakabrynjuna af bílnum. Ferðinni var heitið á heilsugæsluna til að fá sprautu í ungann. Tilhlökkunin var engin því af fenginni reynslu eru þetta engar skemmtiferðir og þær hafa náð hámarki þegar læknirinn tekur upp sprautuna. Pabbinn var alveg sveittur af stressi því það var búið að lýsa þessum ferðum sem svæsnustu öskuræfingum. Það er skemmst frá því að segja að unginn var eins og ljós í skoðuninni og rétt kveinkaði sér þegar stungan kom í handlegginn og smá þegar hæðin var mæld en annars var ekkert til að kvarta undan.

Trixið er að ég sagði við hana áður en við fórum inn að ef hún væri sterk og harkaði af sér þarna inni þá fengi hún stóran ís þegar við kæmum heim. Það virðist hafa dugað því um leið og við komum inn um dyrnar byrjað hún að veina Ís,Ís,Ís.


***

Nú erum við að hlusta og horfa á söngvaborg, mér finnst þetta svo leiðinleg spóla að ég er að spá í að taka hana úr og setja teletubbies í í staðinn. hollirassirí og hollirassira

djös ógeð