Eins og mig langar stanslaust að fara aftur til Kína og þá sérstaklega til Wuhan í Hubei héraði, þá hefur löngunin dvínað lítillega síðustu daga. Það er nefnilega allt á svarta kafi í snjó þarna austurfrá. Nú geisa mestu vetrarhörkur síðustu 50 ára í mið- og suðurhéruðunum. Hér má sjá meira um málið
***
Það tekur heldur betur á að vera heimavinnandi húsfaðir sem reiðir fram tvær heitar máltíðir á dag, þvær stundum upp og er kominn í fjarnám í stærðfræði.
Ég skráði mig í tvo stærðfræðiáfanga um daginn og byrjaði í þeim báðum fyrir rúmri viku síðan. Ég er ekkert kominn af stað í öðrum áfanganum en í hinum er ég á blússandi siglingu.... eða þannig
<< Home