föstudagur, febrúar 29, 2008

Í dag er tímajöfnunardagurinn ógurlegi sem kemur bara á fjögurra ára fresti. Ég óska öllum sem eiga loksins afmæli til hamingju.

Ég sendi tölvupóst í byrjun vikunnar til Kínverska sendiráðsins og óskaði eftir mynd sem var tekin af Natalíu með kínverska sendiherranum í veislu sem okkur var boðið í í janúar. Ég reiknaði ekkert frekar með svari við póstinum en svo kom svar í gærkvöld frá þeim með öllum myndum sem hún sést á og þar á meðal þeirri með sendiherranum.

Mig langar nefnilega að senda þá mynd út til barnaheimilisins í Wuxue.