mánudagur, mars 31, 2008

Ég gafst upp á skattaskýrslunni áðan. Fyrst sannfærði ég sjálfan mig um að þetta væri orðið ágætt í bili og ég kæmist ekki lengra án Önnu og svo var ég orðinn svo þyrstur að ég neyddist til að fara niður og ná mér í bjór, en eins og allir vita getur maður ekki gert skattaskýrslu eftir að hafa fengið sér bjór þannig að ég geri þetta bara á morgun.

***

Síminn á borðinu hringdi fyrir einni mínútu ég svaraði og þar var einhver stúlkukind sem sagði "gott kvöld Haukur er hún Anna nokkuð við" takið eftir hún nefndi mitt nafn fyrst. Nei sagði ég og lagði á. 7 sekúdum seinna hringdi gsm síminn minn niðri í gangi þar sem hann var flæktur í jakkavasanum. Ég stökk niður og leit á símann, þar var sama númer og hafði verið hringt úr augnabliki áður. Þar var sama stúlkukindin og í hinum símanum nema nú spurði hún eftir mér og bauð mér áskrift að DV. Ég skil ekki afhverju í dauðanum hún gat ekki spurt mig í gegnum hinn símann þar sem hún var með nafnið mitt uppi á skjánum þegar hún hringdi.

Jæja hvað veit ég, ég er ekki símasölumaður.

***

Ég er kominn í megrun, nú borða ég hollenska sósu með matnum í staðinn fyrir bernaisse. Um daginn var ég kominn upp um þyngdarflokk í júdóinu sem ég hætti í fyrir 20 árum. Ég mátti nú ekki við því þannig að ég reyni nú að fara út að hjóla þegar snjóalög leyfa. Ég pumpaði aðeins meira í dekkin en í fyrra og herti upp á framdemparanum svo stýrið halli ekki of mikið fram.

Það eru bara tveir kostir við að vera svona þungur nr1. meiri skriðþungi niður brekku á hjólinu nr2. maður þarf minna vatn í baðið