mánudagur, janúar 15, 2007


Nú nenni é þessu ekki lengur. Ég er búinn að eyða of mörgum mánuðum í vinnu erlendis. Ég fór út að labba í dag með myndavélina og myndaði eitthvað dótarí sem ég sá í snjónum. Ég skemmti mér svo vel við þá iðju að mig langaði ekkert út aftur. Ég tók mynd að gæsum sem fögnuðu bæði jólum og áramótum, en það þykir víst mjög fínt í þeirra hópi að ná því. Ég datt líka aftur fyrir mig í snjó og fékk snjó á hnén og olnbogana við að mynda frosinn gróður.