fimmtudagur, janúar 11, 2007

Ég er ekki dauður. Ég hef bara ekki nennt að skrifa neitt hérna, enda gerist ekkert sem í frásögur er færandi hjá mér meðan ég geri ekkert annað en að vinna.

***

Það er nú einna helst að frétta að ákveðnir yfirmenn hjá ákveðnu flutningafyrirtæki eru tiltölulega heppnir að ég skuli starfa erlendis þessa dagana því ef svo væri ekki þá hefðu þeir sennilega orðið fyrir líkamsmeiðingum frá mér. Ég er búinn að renna hýru auga til vítissódabrettanna sem eru geymd c.a 20 metra frá þeim stað sem ég vinn á núna og ég er búinn að leysa þetta hyski allt meira og minna upp með sódanum í huganum. Pólon 210 hefur líka komið til álita og svo stakk mín ástkæra systir upp á að fóðra liðið á díoxíni því það fer svo illa með húðina. Það hljómar ekki galið því þar sem ég vinn fellur einmitt til nokkuð af þessu téða díoxíni. Gallinn er bara að ég veit ekki hvað þeir gera við það þegar það er skilið frá lýsinu. Ég spyr bara rannsóknardeildina hvað verði af þessu og hvort ég geti fengið smá. Hvað þarf mikið díoxín til að gera fólk svona eins og hann varð þarna í Úkraínu?

Enívei ég kem heim á morgun.

***