þriðjudagur, ágúst 04, 2009Við Goggi löbbuðum á Hlöðufell í gær. Veðrið var ágætt svona mestan hluta leiðarinnar en þó rigndi á okkur í nokkrar mínútur þegar við vorum að skríða upp úr mesta brattanum. Við vorum rétt um tvo tíma upp og einn niður, fjallið er mjög bratt og víða laust í sér í mesta brattanum en vel þess virði að skella sér þarna upp.