miðvikudagur, apríl 16, 2008

Nú þegar ég horfi út um eldhúsgluggann minn sé ég samskonar mengun og oft í Beijing, grátt teppi liggur yfir borginni og ég sé rétt grilla í Esjuna gegnum mengunina. Það heyrist ekki oft í fjölmiðlum hvað veldur menguninni sem liggur yfir Beijing en eftir því sem farastjórinn okkar úti sagði er mengunin yfir borginni ekki nema að hluta til af mannavöldum. Stór hluti mengunarinnar á upptök sín austan við borgina í eyðimörk sem er þar. Mengunarskýið sem við sjáum oft á myndum frá borginni er semsagt samskonar mengun og liggur yfir Reykjavík núna þ.e. fjúkandi jarðvegur. Við fórum aðeins út áðan en stoppuðum ekki lengi því sandfokið var svo mikið að maður gat vart opnað augun.



Fyrst ég er byrjaður að tala aðeins um Kína þá er ekki úr vegi að setja tengil á heimasíðu manns sem býr við hliðina á Kínverska sendiráðinu. Hann lenti í því að einhver bráð gáfaður einstaklingur fór húsavillt og byrjaði að mála slagorð á húsið hans.